Viðskipti innlent

Sund­kappi tekur við stöðu rekstrar­stjóra hjá Gæða­bakstri

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Jóhannesson er reyndur sundþjálfari og þjálfaði meðal annars Ragnheiði Ragnarsdóttur um árabil.
Kristján Jóhannesson er reyndur sundþjálfari og þjálfaði meðal annars Ragnheiði Ragnarsdóttur um árabil. Aðsend

Kristján Jóhannesson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Gæðabakstri.

Í tilkynningu segir að hún muni sem slíkur bera ábyrgð á stjórnun, rekstri og áætlun framleiðslusviðs auk vöruþróunar og átaksverkefna.

„Kristján starfaði síðast sem Onboard Services Manager hjá Icelandair. Þar bar hann ábyrgð á rekstri, þjónustu og söluvarningi um borð í vélum félagsins. Þar áður starfaði hann sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu MP banka, forvera Kviku, og hjá Arion banka sem sölustjóri útibúa á viðskiptabankasviði og á eignastýringarsviði.

Kristján hefur lokið BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og er að ljúka MSc í Business Management frá sama skóla.

Utan vinnu er Kristján virkur í íþróttastarfi tengdu sundi, en hann hefur æft og þjálfað sund í fjölmörg ár. Þá er hann í stjórn Sunddeildar KR,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×