Aldrei fleiri íbúðir í fjölbýli selst yfir ásettu verði Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 07:23 Á höfuðborgarsvæðinu var greidd leiga að meðaltali 193 þúsund krónur í október. Vísir/Vilhelm Tæplega 38 prósent þeirra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í október, seldust yfir ásettu verði og hetur hlutfallið aldrei mælst jafn hátt áður. Þá var meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 37 dagar og hefur sölutíminn aldrei mælst styttri. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Um leigumarkaðinn segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið greidd leiga að meðaltali 193 þúsund krónur í október, 163 þúsund krónur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 151 þúsund krónur landsbyggðinni. Tólf mánaða breyting á vísitölu leiguverðs á föstu verðlagi hafi lækkað eða staðið í stað í áðurnefndum landshlutum sem bendir til að almennt verðlag hafi hækkað meira en leiguverð. Mikið bitist um litlar og ódýrar eignir Í skýrslunni segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn með mesta móti. „Íbúðum til sölu heldur áfram að fækka, sölutími íbúða er stuttur og hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði. Umsvif hafa hins vegar verið að dragast saman en það má einkum rekja til þess að lítið framboð er af íbúðum til sölu. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 626 íbúðir til sölu en þær voru 664 í byrjun nóvember sem gerir nærri 6% samdrátt. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annarsstaðar á landsbyggðinni hefur framboð íbúða dregist saman um ríflega 12% á sama tíma. Samtals hefur framboð íbúða minnkað um 68% frá því í maí 2020. Á höfuðborgarsvæðinu virðist vera mikið bitist um litlar og ódýrar eignir. Nú eru um 17,5% allra íbúða til sölu minni íbúðir, þ.e. 0-2 herbergja, en hlutfallið var nærri 29% í lok janúar. Þá eru minni íbúðir að seljast í meira mæli yfir ásettu verði en hlutfallið var ríflega 40% í október. Þá seldust 8,7% allra íbúða og nærri 11% minni íbúða á yfir 5% meira en ásett verð sem er mun meira en hefur áður tíðkast,“ segir í mánaðarskýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Um leigumarkaðinn segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið greidd leiga að meðaltali 193 þúsund krónur í október, 163 þúsund krónur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 151 þúsund krónur landsbyggðinni. Tólf mánaða breyting á vísitölu leiguverðs á föstu verðlagi hafi lækkað eða staðið í stað í áðurnefndum landshlutum sem bendir til að almennt verðlag hafi hækkað meira en leiguverð. Mikið bitist um litlar og ódýrar eignir Í skýrslunni segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn með mesta móti. „Íbúðum til sölu heldur áfram að fækka, sölutími íbúða er stuttur og hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði. Umsvif hafa hins vegar verið að dragast saman en það má einkum rekja til þess að lítið framboð er af íbúðum til sölu. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 626 íbúðir til sölu en þær voru 664 í byrjun nóvember sem gerir nærri 6% samdrátt. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annarsstaðar á landsbyggðinni hefur framboð íbúða dregist saman um ríflega 12% á sama tíma. Samtals hefur framboð íbúða minnkað um 68% frá því í maí 2020. Á höfuðborgarsvæðinu virðist vera mikið bitist um litlar og ódýrar eignir. Nú eru um 17,5% allra íbúða til sölu minni íbúðir, þ.e. 0-2 herbergja, en hlutfallið var nærri 29% í lok janúar. Þá eru minni íbúðir að seljast í meira mæli yfir ásettu verði en hlutfallið var ríflega 40% í október. Þá seldust 8,7% allra íbúða og nærri 11% minni íbúða á yfir 5% meira en ásett verð sem er mun meira en hefur áður tíðkast,“ segir í mánaðarskýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira