Aldrei fleiri íbúðir í fjölbýli selst yfir ásettu verði Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 07:23 Á höfuðborgarsvæðinu var greidd leiga að meðaltali 193 þúsund krónur í október. Vísir/Vilhelm Tæplega 38 prósent þeirra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í október, seldust yfir ásettu verði og hetur hlutfallið aldrei mælst jafn hátt áður. Þá var meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október tæplega 37 dagar og hefur sölutíminn aldrei mælst styttri. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Um leigumarkaðinn segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið greidd leiga að meðaltali 193 þúsund krónur í október, 163 þúsund krónur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 151 þúsund krónur landsbyggðinni. Tólf mánaða breyting á vísitölu leiguverðs á föstu verðlagi hafi lækkað eða staðið í stað í áðurnefndum landshlutum sem bendir til að almennt verðlag hafi hækkað meira en leiguverð. Mikið bitist um litlar og ódýrar eignir Í skýrslunni segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn með mesta móti. „Íbúðum til sölu heldur áfram að fækka, sölutími íbúða er stuttur og hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði. Umsvif hafa hins vegar verið að dragast saman en það má einkum rekja til þess að lítið framboð er af íbúðum til sölu. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 626 íbúðir til sölu en þær voru 664 í byrjun nóvember sem gerir nærri 6% samdrátt. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annarsstaðar á landsbyggðinni hefur framboð íbúða dregist saman um ríflega 12% á sama tíma. Samtals hefur framboð íbúða minnkað um 68% frá því í maí 2020. Á höfuðborgarsvæðinu virðist vera mikið bitist um litlar og ódýrar eignir. Nú eru um 17,5% allra íbúða til sölu minni íbúðir, þ.e. 0-2 herbergja, en hlutfallið var nærri 29% í lok janúar. Þá eru minni íbúðir að seljast í meira mæli yfir ásettu verði en hlutfallið var ríflega 40% í október. Þá seldust 8,7% allra íbúða og nærri 11% minni íbúða á yfir 5% meira en ásett verð sem er mun meira en hefur áður tíðkast,“ segir í mánaðarskýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Um leigumarkaðinn segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið greidd leiga að meðaltali 193 þúsund krónur í október, 163 þúsund krónur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 151 þúsund krónur landsbyggðinni. Tólf mánaða breyting á vísitölu leiguverðs á föstu verðlagi hafi lækkað eða staðið í stað í áðurnefndum landshlutum sem bendir til að almennt verðlag hafi hækkað meira en leiguverð. Mikið bitist um litlar og ódýrar eignir Í skýrslunni segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn með mesta móti. „Íbúðum til sölu heldur áfram að fækka, sölutími íbúða er stuttur og hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði. Umsvif hafa hins vegar verið að dragast saman en það má einkum rekja til þess að lítið framboð er af íbúðum til sölu. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 626 íbúðir til sölu en þær voru 664 í byrjun nóvember sem gerir nærri 6% samdrátt. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annarsstaðar á landsbyggðinni hefur framboð íbúða dregist saman um ríflega 12% á sama tíma. Samtals hefur framboð íbúða minnkað um 68% frá því í maí 2020. Á höfuðborgarsvæðinu virðist vera mikið bitist um litlar og ódýrar eignir. Nú eru um 17,5% allra íbúða til sölu minni íbúðir, þ.e. 0-2 herbergja, en hlutfallið var nærri 29% í lok janúar. Þá eru minni íbúðir að seljast í meira mæli yfir ásettu verði en hlutfallið var ríflega 40% í október. Þá seldust 8,7% allra íbúða og nærri 11% minni íbúða á yfir 5% meira en ásett verð sem er mun meira en hefur áður tíðkast,“ segir í mánaðarskýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira