Viðskipti innlent

Örvar nýr með­eig­andi hjá PwC

Atli Ísleifsson skrifar
Örvar O. Ólafsson.
Örvar O. Ólafsson. PwC

Örvar O. Ólafsson hefur bæst í hóp eigenda hjá PwC.

Í tilkyninngu frá PwC segir að Örvar hafi hafið störf hjá PwC árið 2018 og hafi síðan þá unnið á endurskoðunarsviði PwC. Áður hafði hann starfað hjá félaginu árin 2005 til 2008. 

„Hann lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands árið 2009 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016. Örvar stýrir starfsstöð PwC í Vestmannaeyjum og hefur unnið við endurskoðun margra öflugra fyrirtækja í viðskiptamannahópi PwC undanfarin ár, þar á meðal fyrirtækja í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Á árunum 2008 – 2014 starfaði Örvar sem fjármálastjóri hjá Kynnisferðum ehf., og Reykjavik Excursions ehf. Þá hefur Örvar jafnframt komið að bókhalds- og fjármálatengdri kennslu í gegnum árin,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.