Icelandair á enn langt í land Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 19:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/vilhelm Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra. Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira