Neytendur

Fram­lengja opnunar­tímann í tveimur verslunum til við­bótar

Atli Ísleifsson skrifar
Til skoðunar er að framlengja opnunartímann í enn fleiri Bónusverslunum.
Til skoðunar er að framlengja opnunartímann í enn fleiri Bónusverslunum. Aðsend

Bónus hefur ákveðið að framlengja opnunartíma verslana sinna á Selfossi og Fitjum í Reykjanesbæ í takti við rýmri opnunartíma sjö verslana sem tilkynnt var um á dögunum.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Bónus, en eftir breytingu verður opið í Bónusverslunum á Selfossi og Fitjum milli 20 og 20. Þá sé verið að skoða hvort lengja eigi afgreiðslutíma fleiri verslana.

Áður hafði verið tilkynnt um lengri opnunartíma, milli 10 og 20 á Smáratorgi, í Skeifunni, Spönginni, á Fiskislóð, að Helluhrauni, í Mosfellsbæ, að Fitjum, á Selfossi og Langholti á Akureyri.

Í tilkynningunni er haft eftir Baldri Ólafssyni, markaðsstjóra Bónus, að viðtökur í þeim verslunum þar sem afgreiðslutími hafi verið lengdur hafi farið fram úr björtustu vonum og því sé stigið það skref að lengja afgreiðslutíma strax í tveimur verslunum til viðbótar, það er á Selfossi og á Fitjum í Reykjanesbæ. Segir hann að viðtökurnar hafi alls staðar verið góðar, en Bónus í Spönginni hafi verið séstaklega vinsæl að kvöldi til.

„Lengri afgreiðslutími hjálpar okkur að draga úr matarsóun þar sem við höfum meiri tíma innan hvers dags til að koma út vörum sem eru viðkvæmar, eins og ávöxtum og grænmeti en lykillinn að lágu verði fyrir okkar viðskiptavini felst m.a. í því að hafa mikinn aga á því að draga úr hverskonar sóun í okkar verslunum,“ segir Baldur.


Tengdar fréttir

Bónus lengir opnunar­tíma og gefur grísnum yfir­halningu

Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×