Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 13:10 Þúsundkall ei meir. Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s hér á landi, segir það ekki skemmtilegt að hækka verð en að hjá því yrði ekki komist lengur eftir að hafa haldið verðinu óbreyttu í um ellefu ár. „Þetta tilboð er ekki nýtt af nálinni. Við kynntum það til leiks 2010 og hefur verið óbreytt síðan. Á sama tíma hefur allt hækkað – launavísitalan um einhver níutíu prósent og verðlagsvísitalan um fjörutíu prósent eða svo. Ef þú myndir uppreikna verðið frá 2010 yrði verðið 1.400 krónur, ef við hefðum haldið í við verðlag.“ Enn besti díllinn Magnús segir Domino‘s þó vera á því að þetta sé enn besti díllinn í bænum. „Þetta er aldrei gaman en einhvern tímann taka svona hlutir enda.“ En hvað, heldurðu að þetta muni kosta 1.100 krónur annan eins tíma og var með þúsund kallinn? „Ég get ekki lofað neinu en mikið væri það nú skemmtilegt. Um tíu ár í þúsund kalli og ellefu ár í ellefu hundruð krónum. En við verðum bara að sjá til. En ég held að það sé leitun að annarri vöru þar sem verð hefur haldist óbreytt í tíu ár. Ég þori eiginlega að fullyrða að sú vara sé ekki til, sama hvort litið sé til matvöruverslana, veitingastaða eða annarri þjónustu.“ Magnús segir að Domino‘s hafi með tilboðinu gjörbreytt landslaginu í skyndibitageiranum á Íslandi. „Áður fyrr var ekki til neitt sem hét þriðjudagstilboð. Þetta var konsept sem var ekki til. Í dag er nánast hægt að fá þriðjudagstilboð hvar sem er. Það eru allir búnir að herma eftir okkur. Ég held að neytendur njóti bara góðs og þeir eru áfram vel settir, þó að tilboðið sé nú á 1.100 krónur í stað þúsund,“ segir Magnús. Veitingastaðir Verðlag Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s hér á landi, segir það ekki skemmtilegt að hækka verð en að hjá því yrði ekki komist lengur eftir að hafa haldið verðinu óbreyttu í um ellefu ár. „Þetta tilboð er ekki nýtt af nálinni. Við kynntum það til leiks 2010 og hefur verið óbreytt síðan. Á sama tíma hefur allt hækkað – launavísitalan um einhver níutíu prósent og verðlagsvísitalan um fjörutíu prósent eða svo. Ef þú myndir uppreikna verðið frá 2010 yrði verðið 1.400 krónur, ef við hefðum haldið í við verðlag.“ Enn besti díllinn Magnús segir Domino‘s þó vera á því að þetta sé enn besti díllinn í bænum. „Þetta er aldrei gaman en einhvern tímann taka svona hlutir enda.“ En hvað, heldurðu að þetta muni kosta 1.100 krónur annan eins tíma og var með þúsund kallinn? „Ég get ekki lofað neinu en mikið væri það nú skemmtilegt. Um tíu ár í þúsund kalli og ellefu ár í ellefu hundruð krónum. En við verðum bara að sjá til. En ég held að það sé leitun að annarri vöru þar sem verð hefur haldist óbreytt í tíu ár. Ég þori eiginlega að fullyrða að sú vara sé ekki til, sama hvort litið sé til matvöruverslana, veitingastaða eða annarri þjónustu.“ Magnús segir að Domino‘s hafi með tilboðinu gjörbreytt landslaginu í skyndibitageiranum á Íslandi. „Áður fyrr var ekki til neitt sem hét þriðjudagstilboð. Þetta var konsept sem var ekki til. Í dag er nánast hægt að fá þriðjudagstilboð hvar sem er. Það eru allir búnir að herma eftir okkur. Ég held að neytendur njóti bara góðs og þeir eru áfram vel settir, þó að tilboðið sé nú á 1.100 krónur í stað þúsund,“ segir Magnús.
Veitingastaðir Verðlag Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur