Mögulega dýrara að gera við þakið eða bílinn eftir áramót Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 12:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkisstjórnin muni framlengja tímabundna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða og fleira sem rennur að óbreyttu út um áramótin. Í fyrra hækkuðu stjórnvöld hlutfall endurgreiðslna og útvíkkuðu skilyrði í tengslum við aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira