Neytendur

Arion banki hækkar vextina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.

Arion banki hækkar breytilega vexti sína á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,40 prósentustig. Þetta gerir bankinn í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans þann 17. nóvember að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Hækkunin tekur gildi á morgun.

Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækka um 0,60 prósentustig. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, lækka um 0,30 prósentustig.

Þetta kemur fram á vef Arion banka.

Í kjölfar breytinganna verða breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Arion banka 4,29%. Lægstu fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum verða 5,24%.

Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,35 prósentustig en kjörvextir á verðtryggðum útlánum lækka um 0,30 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,35 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,50 prósentustig.

Kjörvextir bílalána hækka um 0,35 prósentustig og verða 5,80%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,50 prósentustig.


Tengdar fréttir

Lands­bankinn hækkar vexti

Landsbankinn hækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.