Viðskipti innlent

Búi tekur við af Kristínu Erlu hjá Lands­bankanum

Atli Ísleifsson skrifar
Búi Örlygsson.
Búi Örlygsson. Landsbankinn

Búi Örlygsson hefur tekið við sem forstöðumaður Eignastýringar hjá Landsbankanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans þar sem segir að Búi hafi 21 árs reynslu af eignastýringu og hafi starfað hjá Landsbankanum frá árinu 2000. Eignastýring er hluti af sviðinu Eignastýring og miðlun.

„Búi er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja (MCF) frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Við þökkum fráfarandi forstöðumanni, Kristínu Erlu Jóhannsdóttur, fyrir samstarfið undanfarin sex ár og óskum henni velfarnaðar,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×