Innherji

Hægt hefur á vexti peningamagns

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ársvöxtur peningamagns varð mestur um 14 prósent í nóvember í fyrra.
Ársvöxtur peningamagns varð mestur um 14 prósent í nóvember í fyrra. VÍSIR/VILHELM

Hægt hefur á vexti peningamagns það sem af er ári eftir kraftmikinn vöxt á seinni hluta síðasta árs. Þetta kom fram í nóvemberhefti Peningamála, sem er gefið út af Seðlabankanum.

„Ársvöxtur peningamagns varð mestur um 14 prósent í nóvember í fyrra en frá þeim tíma hefur hægt á honum og mældist hann 8,1 prósent á þriðja fjórðungi ársins sem er svipaður vöxtur og á öðrum ársfjórðungi,“ segir í peningamálum.

Innlán heimila í bankakerfinu jukust um 8,5 prósent milli ára á þriðja fjórðungi ársins og hefur heldur hægt á vexti þeirra þótt hann sé enn nokkur. Þá hafa innlán fjármálafyrirtækja dregist saman það sem af er ári og þá helst innlán lífeyris- og peningamarkaðssjóða.

Í peningamálum er bent á að hraður vöxtur peningamagns í kjölfar farsóttarinnar einskorðist ekki við Ísland. Hann endurspegli þá miklu slökun á peningalegu aðhaldi sem víða var gripið til auk víðtækra stuðningsaðgerða stjórnvalda.

Þá dró farsóttin mjög úr neyslumöguleikum heimila og mikill sparnaður byggðist upp sem leitaði að nokkrum hluta í innlán í bankakerfinu. Aukin innlán almennings í bankakerfinu endurspegla einnig mikinn vöxt útlána til fasteignakaupa.

Ársvöxtur útlána lánakerfisins hefur verið nokkuð stöðugur það sem af er ári eða í kringum 5,5 prósent eftir að hafa mælst yfir 6 prósent á fjórða fjórðungi síðasta árs. Útlán til heimila vega þungt en vöxtur þeirra hefur verið á bilinu 9-11 prósent það sem af er ári.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019

Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×