Viðskipti innlent

Bjarni nýr sölu- og markaðsstjóri Sessor

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bjarni Bjarkason hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá Sessor.
Bjarni Bjarkason hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá Sessor. Aðsend

Bjarni Bjarkason hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri hjá ráðgjafa- og þjónustufyrirtækinu Sessor. Með ráðningunni bætist hann við teymi lykilstjórnenda hjá fyrirtækinu.

Bjarni hefur undanfarið strfað sem viðskiptastjóri hjá Nathan & Olsen. Hann er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, hefur lokið sveinsprófi í gullsmíði og er með BA-próf í arkítektúr frá Listaháskóla Íslands. 

„Við hjá Sessor erum afar ánægð með að fá einstakling eins og Bjarna til liðs við okkar sterka teymi. Bjarni er lausnamiður og hann býr yfir skapandi hugsun. Hann hefur sýnt að árangur viðskiptavina skiptir hann einlæglega máli. Áherslur og nálgun Bjarna passa því einstaklega vel að gildum og áherslum okkar,“ segir Brynjar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Sessor, í tilkynningu um ráðninguna. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.