Bjarni hefur undanfarið strfað sem viðskiptastjóri hjá Nathan & Olsen. Hann er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, hefur lokið sveinsprófi í gullsmíði og er með BA-próf í arkítektúr frá Listaháskóla Íslands.
„Við hjá Sessor erum afar ánægð með að fá einstakling eins og Bjarna til liðs við okkar sterka teymi. Bjarni er lausnamiður og hann býr yfir skapandi hugsun. Hann hefur sýnt að árangur viðskiptavina skiptir hann einlæglega máli. Áherslur og nálgun Bjarna passa því einstaklega vel að gildum og áherslum okkar,“ segir Brynjar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Sessor, í tilkynningu um ráðninguna.