Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á næstunni. Vísir/Vilhelm Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42
Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08
Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09