Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á næstunni. Vísir/Vilhelm Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé í uppsveiflu víða leita erlendir ferðamenn í auknum mæli til Íslands og má segja það sama um Íslendinga sem ferðast til útlanda. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að um sé að ræða breytingu frá fyrri bylgjum faraldursins, þá helst þegar kemur að hegðun Íslendinga. „Þessi bylgja sem að við erum að horfa á núna er öðruvísi en bylgjan sem sem við sáum í sumar þar sem það virtist koma meira óöryggi inn á markaðinn og fólk var seinka og breyta ferðum í talsverðum mæli, sérstaklega Íslendingar reyndar ekki mikið um erlenda ferðamenn, en við erum ekki að sjá þessa hegðun núna,“ segir Birgir. Hann segir markaðinn stöðugan að svo stöddu. Ljóst er að fólk er ekki að láta þróunina raska sínum ferðaáætlunum jafn mikið og fyrr í faraldrinum. „Sem er auðvitað bara mjög jákvætt held ég. Ég held að fólk sé að átta sig á því að þetta sé eitthvað sem við þurfum að lifa með og lífið verður að halda áfram,“ segir Birgir. Nýgengi smita hér á landi hefur aldrei verið hærra og reglulega er met slegið í fjölda einstaklinga sem greinast með veiruna. Birgir segir að þrátt fyrir slæma stöðu þá sé fólk nú yfirvegaðara og farið að átta sig á því að um sé að ræða nýjan veruleika, frekar en bara tímabil. Þá gerir hann ráð fyrir að ferðamönnum muni aðeins fjölga á komandi mánuðum. „Við horfum á þessi gögn bara dag frá degi og það er ekkert í þessu sem að gefur okkur neitt annað til kynna, bara þvert á móti, við sjáum bara aukna sölu og aukna nýtingu og ég held að það sé bara það sem maður heyrir í ferðaþjónustunni almennt séð, að það sé bara mjög mikil eftirspurn,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42 Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08 Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. 15. nóvember 2021 22:42
Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. 10. nóvember 2021 10:08
Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10. nóvember 2021 13:09