Njáll er titlaður spjallkisi hjá fyrirtækinu.Aðsend
Kötturinn Njáll hefur verið ráðinn inn í þjónustuver Póstsins. Njáll mun aðstoða þjónustuverið við að leysa úr vandamálum viðskiptavina en hann er svokallað spjallmenni.
Njáll hefur víðtæka reynslu af því að elta snærisspotta og festa sig í kössum af öllum stærðum og gerðum. Hann brennur fyrir því að veita viðskiptavinum Póstsins þjónustu, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Ég er ekki með öll svörin ennþá en ég sit sveittur alla daga og reyni að bæta mig,“ segir kötturinn.
Auður Ösp Ólafsdóttir, vef- og markaðssérfræðingur hjá Póstinum.Aðsend
Auður Ösp Ólafsdóttir, vef- og markaðssérfræðingur hjá Póstinum, segist gríðarlega ánægð með nýja starfsmanninn: „Við höfum fulla trú á að hann muni gera okkur kleift að veita viðskiptavinum Póstsins enn betri þjónustu og að stytta biðtíma eftir aðstoð frá þjónustuveri,“ segir Auður.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.