Viðskipti innlent

Play bætir fjórum á­fanga­stöðum við sumar­á­ætlunina

Atli Ísleifsson skrifar
Flug til Lissabon hefst um miðjan maí á næsta ári og verður flogið tvisvar í viku.
Flug til Lissabon hefst um miðjan maí á næsta ári og verður flogið tvisvar í viku. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir flug til Lissabon hefjist um miðjan maí á næsta ári og verði flogið tvisvar í viku. 

„Áætlunarferðir PLAY til Prag hefjast sömuleiðis í maí á næsta ári og verður jafnframt flogið þangað tvisvar í viku. Þá mun PLAY einnig fljúga tvisvar í viku til Bologna og Stuttgart en áætlunarferðir þangað hefjast í júní á næsta ári,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að þessir fjórir nýju áfangastaðir muni styrkja leiðakerfi flugfélagsins og frábært sé að geta opnað Evrópu enn frekar fyrir Íslendingum. „Við höfum fulla trú á þessum áfangastöðum og búumst ekki við öðru en að þeim verði vel tekið, bæði af Íslendingum sem og þeim sem búa í þessum borgum og vilja ferðast til Íslands,” segir Birgir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.