Viðskipti innlent

Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gísli, Gunnhildur og Dóra eru nýir stjórnendur hjá Brandenburg.
Gísli, Gunnhildur og Dóra eru nýir stjórnendur hjá Brandenburg.

Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar.

Dóra Haraldsdóttir og Gísli Arnarson verða aðstoðarhönnunarstjórar (e. Associate Creative Director). Dóra útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2016 og hóf störf hjá Brandenburg sama ár. Gísli útskrifaðist frá LHÍ árið 2013 og hóf störf hjá fyrirtækinu ári seinna. Þá er hann formaður Félags íslenskra teiknara.

Gunnhildur Karlsdóttir verður umsjónarhönnuður (e. Art Director). Hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2004 og hóf störf hjá Brandenburg árið 2014. Í millitíðinni vann hún hjá Góðu fólki og Fíton.

„Dóra, Gísli og Gunnhildur hafa verið með okkur lengi og búa yfir mikilli reynslu. Þeirra framlag hefur verið dýrmætt og eðlilegt næsta skref að auka vægi þeirra enn frekar innan fyrirtækisins. Það sýnir styrk Brandenburgar að starfsmenn geti vaxið í starfi innan fyrirtækisins og orðið sterkir stjórnendur,“ ef haft eftir Jóni Ara Helgasyni, hugmynda- og hönnunarstjóra Brandenburgar, í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
1,99
12
116.626
SVN
0,1
8
70.820
EIK
0
1
20
ICEAIR
0
134
341.309
ORIGO
0
6
73.695

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,73
24
315.194
ARION
-1,1
45
999.063
LEQ
-1,08
1
15.658
HAGA
-1,06
11
373.720
ISB
-0,97
21
211.085
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.