Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:45 Jes Staley, fráfarandi forstjóri Barclays. AP/Evan Agostini/Invision Jes Staley, forstjóri breska bankans Barclays, sagði af sér í dag í kjölfar skýrslu breska fjármálaeftirlitsins um tengsl hans við Jeffrey Epstein, bandaríska auðkýfingsins, sem var ákærður fyrir mansal. Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega. Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega.
Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira