Albumm

„Hjólabretti er fyrir alla” – Frábær námskeið og æfingar

Ritstjórn Albúmm.is skrifar
Frá vinstri: Freymar Þorbergsson, Óðinn Valdimarsson, Sigrún Guðjohnsen, Steinar Fjeldsted og Sigurður Pálmason.
Frá vinstri: Freymar Þorbergsson, Óðinn Valdimarsson, Sigrún Guðjohnsen, Steinar Fjeldsted og Sigurður Pálmason.

Hjólabrettafélag Reykjavíkur býður nú í fyrsta skipti upp á æfingar á hjólabrettum og má nefna t.d. námskeið fyrir krakka, unglinga og fullorðna en einnig er boðið upp á stelpunámskeið og fjölskyldunámskeið. Einnig eru æfingar tvisvar sinnum í viku fyrir þá sem eru ögn lengra komnir.   […]

Markmið félagsins er að byggja upp flotta senu og aðstöðu til framtíðar innan borgarlandsins þar sem allir geta æft sig. Áhuginn á hjólabrettum hefur svo sannarlega vaxið hratt hér á landi og er meðbyr íþróttarinnar ansi mikill. Í ár var hjólabretti með á Ólympíuleikunum í fyrsta skipti og fékk það gríðarlega mikla athygli, hver veit nema að Ísland geti sent sinn fulltrúa á leikana í framtíðinni.

Hjólabrettafélag Reykjavíkur hefur verið starfandi í um 7 ár og er nú orðið að löggildu íþróttafélagi með aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ).

Mynd: Brynjar Snær.

Það eru þau Steinar Fjeldsted og Sigrún Guðjohnsen sem eru stofnendur félagsins en ásamt þeim eru það Freymar Þorbergsson, Sigurður Pálmason og Óðinn Valdimarsson sem reka og eru í stjórn félagsins. Þau hafa öll komið að hjólabrettaiðkun í fjölda ára og stofnaði Steinar Fjeldsted meðal annars Brettafélag Reykjavíkur ásamt fleirrum (BFR) árið 1996. Hjólabrettafélag Reykjavíkur er með afnot af innanhússaðstöðu í Dugguvogi 8 í Reykjavík en þar fer öll starfsemin fram. 

Hægt er að skoða og skrá á öll námskeiðin / æfingar á vefsíðu félagsins: Hjolabrettafélag.is 

Hjólabrettafélag Reykjavíkur á Instagram og Facebook 

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.