Viðskipti innlent

Lands­bankinn hagnast um 7,5 milljarða

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að bankanum hafi tekist að halda rekstrarkostnaði í skefjum.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að bankanum hafi tekist að halda rekstrarkostnaði í skefjum. Vísir/Vilhelm

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,9 prósent á ársgrundvelli, samanborið við 0,4% prósent á sama tímabili 2020.

„Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 námu hreinar vaxtatekjur 28,6 milljörðum króna samanborið við 28,4 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 6,9 milljörðum króna samanborið við 5,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru 10,2milljarðar króna en voru neikvæðar um 13,9 milljarða króna á sama tímabili árið 2020. Viðsnúningur er í virðisbreytingu útlána milli ára en virðisbreytingar eru jákvæðar um 3,8 milljarða króna það sem af er ári samanborið við neikvæðar virðisbreytingar upp á 13,6 milljarða króna á sama tíma á síðasta ári. Viðsnúninginn má rekja til betri stöðu fyrirtækja og heimila en gert var ráð fyrir í kjölfar Covid-19-faraldursins.

Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna nam 2,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 en var 2,5% á sama tímabili árið áður,“ segir í tilkynningunni.

Eiginfjárhlutfallið 24,9 prósent

Ennfremur segir að rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 hafi numið 17,5 milljörðum króna samanborið við 17,4 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

„Þar af voru laun og launatengd gjöld 10,7 milljarðar króna og lækka þau um 50 milljónir króna á milli tímabila.Annar rekstrarkostnaður var 6,7 milljarðar króna samanborið við 6,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var 41,7%, samanborið við 51,6% á sama tímabili árið 2020.

Heildareignir Landsbankans jukust um 154 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.718 milljörðum króna 30. september 2021. Útlán jukustum 103 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2021, en útlánaaukninguna má rekja til aukningar á lánum einstaklinga. Innlán frá viðskiptavinum námu 869milljörðum króna, samanborið við 793 milljarða króna í árslok 2020 og höfðu því aukist um 76 milljarða króna.

Eigið fé Landsbankans var 275,3 milljarðar króna þann 30. september sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,9%.“

Rekstrarkostnaði haldið í skefjum

Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur að afkoma bankans á þriðja ársfjórðungi og á árinu endurspegli annars vegar góðan árangur í rekstri og starfsemi bankans og hins vegar betri stöðu í hagkerfinu.

„Tekjur hafa aukist og fleiri einstaklingar, fyrirtæki og fagfjárfestar beina nú viðskiptum sínum til bankans og umsvif þeirra eru meiri en áður. Um leið hefur okkur tekist að halda rekstrarkostnaði í skefjum og hlutfall kostnaðar af tekjum er með því lægsta sem þekkist hjá bönkum í Evrópu. Þar sem efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins voru vægari en gert var ráð fyrir eru jákvæðar virðisbreytingar stór þáttur í góðri afkomu bankans í ár.

Þjónustutekjur bankans héldu áfram að aukast á þriðja ársfjórðungi, einkum vegna aukinna umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Bankinn hefur séð um mörg vel heppnuð skuldabréfaútboð, viðskiptavinum markaðsviðskipta hefur fjölgað með nýjum vörum, samningum um eignastýringu hefur fjölgað um 15% frá síðasta ári og eignir í stýringu hafa aukist um tæp 25% það sem af er ári,“ er haft eftir Lilju Björk.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,76
12
188.387
SJOVA
1,07
12
215.193
MAREL
0,96
36
750.138
SYN
0,76
3
20.834
SKEL
0,32
7
115.257

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
10
152.594
ARION
-1,08
23
567.811
LEQ
-0,89
3
13.669
SIMINN
-0,8
11
143.448
KVIKA
-0,79
21
322.921
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.