Samkeppniseftirlitið slær á putta SA vegna ummæla Halldórs Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 13:44 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samsett Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt geti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Ástæða áminningarinnar er nýleg fjölmiðlaumfjöllun um vöruskort, hækkandi hrávöruverð og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Vísar stofnunin meðal annars til þess þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, lét hafa eftir sér að það væri „mjög líklegt að [vöru]skorturinn til skamms tíma muni valda verðhækkunum alla vega á einhverjum vöruflokkum.“ Einnig hafi Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, lýst yfir áhyggjum af því að „það verði áfram þrýstingur á verðlag vegna innfluttrar verðbólgu […]“ í grein í Viðskiptablaðinu auk þess að lýsa því yfir í ViðskiptaMogganum að „greinilegt“ sé að „þær hækkanir sem orsakast af þessum miklu hrávöruhækkunum, […] eru ekki að fullu komnar fram [á Íslandi]“. Þá vísar eftirlitið til þess að Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafi sagt að verðhækkanir á tilbúnum áburði muni á endanum leiða til hækkunar á afurðaverði og nefndi sem dæmi framleiðslu á grænmeti og mjólkurafurðum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Settar skorður í hagmunagæslu Greint er frá tilmælum stofnunarinnar í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að ákvæði samkeppnislaga setji hagsmunasamtökum skorður í hagsmunagæslu sinni og verða samtök fyrirtækja því að fara afar gætilega þegar kemur að umræðu og fræðslu sem getur haft áhrif á markaðshegðun félagsmanna. „Öll þátttaka í umræðu um verð og verðlagningu er sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka.“ Sérstaklega er brýnt að gætt sé að þessu þegar í hlut eiga fákeppnismarkaðir og efnahagserfiðleikar steðja að. Neytendur eigi heimtingu á að fyrirtæki ákveði sjálfstætt Samkeppniseftirlitið segir að hækkun á aðfangaverði eigi ekki að leiða sjálfkrafa til hækkunar á verði til neytenda. Samkeppnislög geri ráð fyrir því að hvert og eitt fyrirtæki geri eigin ráðstafanir og taki sjálfstæðar ákvarðanir til að bregðast við slíkum áskorunum á sínum eigin rekstrarlegu forsendum og án alls samráðs við keppinauta eða hvatningar frá hagsmunasamtökum. „Undir kringumstæðum sem þessum, þegar erfiðleikar steðja að, setur virk samkeppni þrýsting á stjórnendur fyrirtækja til að skapa aðstæður fyrir aukið hagræði. Neytendur eiga heimtingu á því að fyrirtæki ákveði sjálfstætt hvernig þau hegða sér á markaði og hvernig þau verðleggja vörur sínar.“ Jafnframt minnir eftirlitið á þær skyldur stjórnenda fyrirtækja að taka sjálfstæðar ákvarðanir í rekstri sínum án tillits til umfjöllunar á vettvangi hagsmunasamtaka. Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá SFF eftir að Katrín Júlíusdóttir fjallaði um verðlag trygginga. Vísir/Baldur Gerði athugasemd við ummæli framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja Nýlega kallaði Samkeppniseftirlitið eftir upplýsingum frá Samtökum fjármálafyrirtækja í tilefni af umfjöllun samtakanna um verðlagningu aðildarfyrirtækja sinna á vátryggingamarkaði. Í grein Katrínar Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, sem birt var á Vísi var meðal annars fjallað um áhrif launaþróunar, bótafjárhæða og annarra þátta á iðgjöld. Hefur Samkeppniseftirlitið það nú til skoðunar hvort ástæða sé til að hefja frekari rannsókn vegna þessa en samkeppnisyfirvöld hafa áður haft afskipti af opinberu fyrirsvari sömu hagsmunasamtaka um verðlagsmál tryggingafélaga. Samkeppnismál Verðlag Tengdar fréttir Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18. september 2021 08:41 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Ástæða áminningarinnar er nýleg fjölmiðlaumfjöllun um vöruskort, hækkandi hrávöruverð og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Vísar stofnunin meðal annars til þess þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, lét hafa eftir sér að það væri „mjög líklegt að [vöru]skorturinn til skamms tíma muni valda verðhækkunum alla vega á einhverjum vöruflokkum.“ Einnig hafi Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, lýst yfir áhyggjum af því að „það verði áfram þrýstingur á verðlag vegna innfluttrar verðbólgu […]“ í grein í Viðskiptablaðinu auk þess að lýsa því yfir í ViðskiptaMogganum að „greinilegt“ sé að „þær hækkanir sem orsakast af þessum miklu hrávöruhækkunum, […] eru ekki að fullu komnar fram [á Íslandi]“. Þá vísar eftirlitið til þess að Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafi sagt að verðhækkanir á tilbúnum áburði muni á endanum leiða til hækkunar á afurðaverði og nefndi sem dæmi framleiðslu á grænmeti og mjólkurafurðum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Settar skorður í hagmunagæslu Greint er frá tilmælum stofnunarinnar í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að ákvæði samkeppnislaga setji hagsmunasamtökum skorður í hagsmunagæslu sinni og verða samtök fyrirtækja því að fara afar gætilega þegar kemur að umræðu og fræðslu sem getur haft áhrif á markaðshegðun félagsmanna. „Öll þátttaka í umræðu um verð og verðlagningu er sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka.“ Sérstaklega er brýnt að gætt sé að þessu þegar í hlut eiga fákeppnismarkaðir og efnahagserfiðleikar steðja að. Neytendur eigi heimtingu á að fyrirtæki ákveði sjálfstætt Samkeppniseftirlitið segir að hækkun á aðfangaverði eigi ekki að leiða sjálfkrafa til hækkunar á verði til neytenda. Samkeppnislög geri ráð fyrir því að hvert og eitt fyrirtæki geri eigin ráðstafanir og taki sjálfstæðar ákvarðanir til að bregðast við slíkum áskorunum á sínum eigin rekstrarlegu forsendum og án alls samráðs við keppinauta eða hvatningar frá hagsmunasamtökum. „Undir kringumstæðum sem þessum, þegar erfiðleikar steðja að, setur virk samkeppni þrýsting á stjórnendur fyrirtækja til að skapa aðstæður fyrir aukið hagræði. Neytendur eiga heimtingu á því að fyrirtæki ákveði sjálfstætt hvernig þau hegða sér á markaði og hvernig þau verðleggja vörur sínar.“ Jafnframt minnir eftirlitið á þær skyldur stjórnenda fyrirtækja að taka sjálfstæðar ákvarðanir í rekstri sínum án tillits til umfjöllunar á vettvangi hagsmunasamtaka. Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá SFF eftir að Katrín Júlíusdóttir fjallaði um verðlag trygginga. Vísir/Baldur Gerði athugasemd við ummæli framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja Nýlega kallaði Samkeppniseftirlitið eftir upplýsingum frá Samtökum fjármálafyrirtækja í tilefni af umfjöllun samtakanna um verðlagningu aðildarfyrirtækja sinna á vátryggingamarkaði. Í grein Katrínar Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, sem birt var á Vísi var meðal annars fjallað um áhrif launaþróunar, bótafjárhæða og annarra þátta á iðgjöld. Hefur Samkeppniseftirlitið það nú til skoðunar hvort ástæða sé til að hefja frekari rannsókn vegna þessa en samkeppnisyfirvöld hafa áður haft afskipti af opinberu fyrirsvari sömu hagsmunasamtaka um verðlagsmál tryggingafélaga.
Samkeppnismál Verðlag Tengdar fréttir Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18. september 2021 08:41 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18. september 2021 08:41