Viðskipti innlent

Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Garðarsson var stærsti hluthafi og forstjóri United Silicon. Skóflustungan var tekin að verksmiðjunni 27. ágúst 2014 í Helguvík. Menn voru stórhuga þegar verksmiðjan var reist og sögðu að hún gæti orðið stærsta kísilverksmiðja í heimi.
Magnús Garðarsson var stærsti hluthafi og forstjóri United Silicon. Skóflustungan var tekin að verksmiðjunni 27. ágúst 2014 í Helguvík. Menn voru stórhuga þegar verksmiðjan var reist og sögðu að hún gæti orðið stærsta kísilverksmiðja í heimi. Vísir

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Preben Jakobsen hjá lögmannsstofunni Gorrissen Federspiel hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Í úrskurðinum segir að dómsúrskurður um gjaldþrot Magnúsar nái einnig til eigna hans í öðrum norrænum ríkjum, þar á meðal Íslandi.

Magnús Ólafur er sem kunnugt er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en hann er grunaður um umfangsmikil fjársvik í starfi sínu sem forstjóri. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir ofsaakstur á Teslu sinni á Reykjanesbraut.

Magnús er uppalinn í Kópavogi, hefur lengst af ævi sinnar verið búsettur í Danmörku og meðal annars keppt í dýfingum.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×