Viðskipti innlent

Kaupir meiri­hluta í Bor­ealis Data Center

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Brynjúlfsson, einn af stofnendum og forstjóri Borealis Data Center, mun halda hlut í félaginu. Til vinstri má sjá mynd af húsnæði gagnaversins á Blönduósi.
Björn Brynjúlfsson, einn af stofnendum og forstjóri Borealis Data Center, mun halda hlut í félaginu. Til vinstri má sjá mynd af húsnæði gagnaversins á Blönduósi. Aðsend

Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis.

Í tilkynningu kemur fram að Björn Brynjúlfsson, forstjóri og einn af stofnendum Borealis Data Center, haldi hlut í félaginu og að engar breytingar verði gerðar á starfseminni.

Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi; á Blönduósi og á Fitjum í Reykjanesbæ og leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera.

Sam Zhang er fjárfestingarstjóri og einn af eigendum hjá Vauban Infrastructure Partners og nýr stjórnarformaður Borealis Data Center.Aðsend

„Nú þegar er hafin stækkun á gagnaverinu á Blönduósi en vinna stendur yfir við að reisa nýja byggingu sem mun auka við afkastagetu félagsins. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir frekari stækkun gagnaversins á Blönduósi á komandi árum.

Vauban Infrastructure Partners er langtíma fjárfestingasjóður með áherslu á fjárfestingar í innviðum með skýra sýn í sjálfbærni. Félagið er með aðsetur í París og hjá þeim starfa um 50 sérfræðingar með áratuga reynslu í innviðafjárfestingum. Kaupin á Borealis gagnaverinu styrkir stöðu Vauban í stafrænum innviðum sem og á Norðurlöndunum þar sem félagið hefur nú þegar fjárfest í félögum í Noregi og Finnlandi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×