Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 20:39 Þórir Helgi Bergsson er nýr rekstrarstjóri Snaps. Vísir Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Um síðustu helgi gengu þjónar út á miðri vakt og gengu gestir því í störf til þess að létta undir með starfsfólki. Þegar fréttastofa leit við á Snaps í kvöld virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar. Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að síðasta laugardagskvöld hafa verið ótrúlegt enda hefði hann ekki, í öllum sínum veitingarekstri, lent í öðru eins. Hann segist hafa þurft að standa vaktina einn með tvöfalda bókun. „En þetta var bara eitthvað sem gerðist, það voru starfsmenn sem voru ekki ánægðir og þau ákváðu að það væri best að ganga út, gerður það klukkan fimm á laugardegi. Það kom mér hrikalega illa en að sama skapi þá bara var það þannig, segir Þórir Helgi. Biður kúnna afsökunar Hann segir það hafa verið mikið mál að bregðast við stöðunni sem upp kom síðastliðið laugardagskvöld en að það hafi verið gert og það starfsfólk sem eftir stóð hafi gert sitt besta. „Ég segi frekar bara afsakið til kúnnanna okkar að þetta hafi gerst en svona gerast hlutirnir stundum. En það er engan bilbug á okkur að finna og við bara höldum ótrauð áfram og erum bara gamla góða Snaps,“ segir Þórir Helgi og bendir á sneisafullan veitingasal sér að baki. Engar breytingar í vændum Þórir Helgi er nýtekinn við stöðu rekstrarstjóra Snaps en hann segir engar breytingar vera í kortunum enda sé staðurinn búinn að stimpla sig inn sem veitingastað miðbæjarins. „Fólkið í hverfinu kemur, það eru fastakúnnar. Það er bara stórkostleg stemning sem myndast alltaf í kringum þennan stað og auðvitað vil ég halda í það eins mikið og ég get,“ segir Þórir Helgi að lokum.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira