Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2021 08:35 Birna Ósk Einarsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group síðustu misserin. Vísir/Egill Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni. Í tilkynningu frá Icelandair segir að Birna Ósk hafi tekið við starfi framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs í febrúar 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og framkvæmdastjóri stefnumótunar og viðskiptaþróunar frá því að hún hóf störf hjá Icelandair Group í janúar 2018. Birna Ósk mun áfram sinna starfi sínu hjá félaginu næstu mánuði og jafnframt aðstoða við yfirfærslu verkefna þegar þar að kemur. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að hann þakki Birnu Ósk fyrir frábær störf og mikilvægt framlag til félagsins á undanförnum árum. „Undir forystu hennar hefur sölu- og þjónustusvið Icelandair verið styrkt verulega þar sem upplifun viðskiptavinarins er í forgrunni. Þá hefur hún leitt mikilvæg verkefni í gegnum mjög krefjandi tíma. Ég óska henni til hamingju með nýtt tækifæri á erlendri grundu og alls hins besta í framtíðinni,“ seir Bogi Nils. Þá er haft eftir Birnu Ósk að síðustu fjögur ár hafi verið mögnuð reynsla. „Að takast á við miklar áskoranir með framúrskarandi fólki alls staðar í fyrirtækinu með það að markmiði að halda uppi merkjum Íslands alþjóðlega. Ég er þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu mikilvæga hlutverki, fyrir samstarfsfólk mitt og fyrir þá reynslu sem ég hef öðlast á þessum tíma. Það er óneitanlega erfitt að kveðja en á sama tíma mun ég stolt fylgjast með félaginu taka flugið á ný inn í framtíðina,” segir Birna Ósk. Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair segir að Birna Ósk hafi tekið við starfi framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs í febrúar 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri þjónustuupplifunar og framkvæmdastjóri stefnumótunar og viðskiptaþróunar frá því að hún hóf störf hjá Icelandair Group í janúar 2018. Birna Ósk mun áfram sinna starfi sínu hjá félaginu næstu mánuði og jafnframt aðstoða við yfirfærslu verkefna þegar þar að kemur. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að hann þakki Birnu Ósk fyrir frábær störf og mikilvægt framlag til félagsins á undanförnum árum. „Undir forystu hennar hefur sölu- og þjónustusvið Icelandair verið styrkt verulega þar sem upplifun viðskiptavinarins er í forgrunni. Þá hefur hún leitt mikilvæg verkefni í gegnum mjög krefjandi tíma. Ég óska henni til hamingju með nýtt tækifæri á erlendri grundu og alls hins besta í framtíðinni,“ seir Bogi Nils. Þá er haft eftir Birnu Ósk að síðustu fjögur ár hafi verið mögnuð reynsla. „Að takast á við miklar áskoranir með framúrskarandi fólki alls staðar í fyrirtækinu með það að markmiði að halda uppi merkjum Íslands alþjóðlega. Ég er þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu mikilvæga hlutverki, fyrir samstarfsfólk mitt og fyrir þá reynslu sem ég hef öðlast á þessum tíma. Það er óneitanlega erfitt að kveðja en á sama tíma mun ég stolt fylgjast með félaginu taka flugið á ný inn í framtíðina,” segir Birna Ósk.
Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira