Bláa lónið umhverfisfyrirtæki ársins Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2021 10:35 Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/Vilhelm Bláa lónið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í gær. Þá hlaut heimsendingaþjónustan Aha.is viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir. Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Verðlaunin voru veitt af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en að að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Bláa lónið hefur kolefnisjafnað rekstur sinn frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa. Einnig er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins en Bláa lónið hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi og lokið vottunarferli gæða, umhverfis og öryggisstjórnunar. Fyrirtækið hefur haft vottanir tengdar starfseminni síðan það fékk bláfánann árið 2013. Horfa má á upptöku af dagskránni á Umhverfisdegi atvinnulífsins í spilaranum hér fyrir neðan. „Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.“ Einnig hefur Bláa lónið innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gefið út samfélagsskýrslur og hlotið fjölda viðurkenninga bæði fyrir starfsemi sína og afurðir. Flytja sendingar með rafknúnum drónum Rafknúnir bílar hafa verið notaðir í rekstri Aha.is frá árinu 2015. Er allur bílafloti fyrirtækisins nú knúinn rafmagni en kolefnisspor heimaksturs er sagt ein stærsta umhverfisáskorun starfseminnar. „Unnið er með heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og markvisst stuðlað að vistvænum innkaupum. Aha.is hefur unnið að athyglisverðum tilraunum með flutningar á vörum með drónum sem er grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins til umhverfisframtaks ársins,“ segir í tilkynningu. Þá er drónaverkefni Aha.is sagt minnka umferð og draga úr svifryksmengun en fyrirtækið hefur á seinustu árum gert tilraunir með að afhenda sendingar með rafknúnum drónum. Í valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sátu Bryndís Skúladóttir, formaður dómnefndar, Sigurður M. Harðarson og Gréta María Grétarsdóttir.
Umhverfismál Bláa lónið Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira