Sex íslensk mörk þegar Magdeburg fór áfram í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 11:49 Ómar Ingi Magnússon skorar hér fyrir Magdeburg liðið. Hann skoraði fimm mörk í dag. Getty/Swen Pförtner Íslendingaliðið Magdeburg tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða í dag með sannfærandi sigri á Asíumeisturum Al Duhail frá Katar. Magdeburg vann leikinn á endanum með tólf marka mun, 35-23, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson spila með þýska liðinu. Ómar Ingi skoraði fimm mörk úr sjö skotum og Gísli var með eitt mark úr tveimur skotum. Michael Damgaard og Tim Hornke voru markahæstir í liðinu með sex mörk hvor. Magdeburg liðið er á svaka skrið og búið að vinna sex fyrstu leiki sína í þýsku deildinni. Þeir kólnuðu ekkert við það að skella sér í hitann til Sádí Arabíu þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram í borginni Jeddah á vesturströndinni. Þetta var annar sigur Magdeburg í keppninni en liðið vann tólf marka sigur á ástralska liðinu Sydney Uni Handball Club í fyrstu umferðinni. Magdeburg mætir nú annað hvort danska liðinu Aalborg Håndbold eða Al Wehda frá Sádí Arabíu í undanúrslitaleiknum. Þau lið mætast í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag. HALBFINALE OHO! Wir gewinnen das Viertelfinalspiel gegen Al Duhail mit 35:23 und ziehen ins Viertelfinale ein. Dies wird morgen um 17.15 Uhr ausgetragen gegen den Sieger der Partie Aalborg Handbold vs. Al-Wehda Club. Auf geht´s #magdeburgerjungs Foto: IHF pic.twitter.com/iaa1Pc4tII— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) October 6, 2021 Þýski handboltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Magdeburg vann leikinn á endanum með tólf marka mun, 35-23, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson spila með þýska liðinu. Ómar Ingi skoraði fimm mörk úr sjö skotum og Gísli var með eitt mark úr tveimur skotum. Michael Damgaard og Tim Hornke voru markahæstir í liðinu með sex mörk hvor. Magdeburg liðið er á svaka skrið og búið að vinna sex fyrstu leiki sína í þýsku deildinni. Þeir kólnuðu ekkert við það að skella sér í hitann til Sádí Arabíu þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram í borginni Jeddah á vesturströndinni. Þetta var annar sigur Magdeburg í keppninni en liðið vann tólf marka sigur á ástralska liðinu Sydney Uni Handball Club í fyrstu umferðinni. Magdeburg mætir nú annað hvort danska liðinu Aalborg Håndbold eða Al Wehda frá Sádí Arabíu í undanúrslitaleiknum. Þau lið mætast í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag. HALBFINALE OHO! Wir gewinnen das Viertelfinalspiel gegen Al Duhail mit 35:23 und ziehen ins Viertelfinale ein. Dies wird morgen um 17.15 Uhr ausgetragen gegen den Sieger der Partie Aalborg Handbold vs. Al-Wehda Club. Auf geht´s #magdeburgerjungs Foto: IHF pic.twitter.com/iaa1Pc4tII— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) October 6, 2021
Þýski handboltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira