Viðskipti innlent

Bein út­sending: Um­hverfis­dagur at­vinnu­lífsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Dagurinn helst í hendur við Umhverfismánuð atvinnulífsins sem fram fer í október.
Dagurinn helst í hendur við Umhverfismánuð atvinnulífsins sem fram fer í október. Vísir/Vilhelm

Árlegur Umhverfisdagur atvinnulífsins er haldinn 6. október í Norðurljósasal Hörpu klukkan 09:00 til 10:30. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða í ár veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.

Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Dagskrá

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Setning

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Orkuskipti – Leiðin fram á við

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri

Orkuskipti Bílaleigu Akureyrar

Jón Gestur Ólafsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Hölds ehf.

Orkuskipti í sjávarútvegi

Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum SFS

Vistvænni mannvirkjagerð

Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.

Fjármögnun orkuskipta – tækifærin og áskoranir frá sjónarhóli banka

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Íslandsbanka

Í pallborðsumræðum taka þátt:

Bjarni Herrera, forstöðumaður sjálfbærni KPMG

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur Ph.D. VSÓ og dósent við Háskóla Íslands

Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins:

Forseti Íslands afhendir viðurkenningu fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×