Viðskipti innlent

Mun stýra mann­auðs­málunum hjá Póstinum

Atli Ísleifsson skrifar
Dagmar Viðarsdóttir.
Dagmar Viðarsdóttir. Pósturinn

Dagmar Viðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum.

Í tilkynningu segir að hún komi inn í teymi lykilstjórnenda og munileiða samþættingu á mannauðsstefnu fyrirtækisins við viðskiptastefnu þess.

„Dagmar hefur yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu og hefur meðal annars starfað undanfarin 17 ár við stjórnun mannauðsmála hjá ÍAV, Marel og Alvotech.

Hún er með B.sc. gráðu í viðskiptafræði, M.sc. í mannauðsstjórnun auk diplóma gráðu í markþjálfun og sáttamiðlun. Dagmar hefur þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×