Fyrst til að selja netöryggistryggingu á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2021 09:48 Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga hjá TM. Aðsend Tryggingafélagið TM hefur hafið sölu á netöryggistryggingum, fyrst tryggingafélaga hér á landi. Eru tryggingar hugsaðar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilji lágmarka fjárhagslegt tap, verði þau fyrir netárás. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að netglæpir verði sífellt algengari og að tryggingin standi saman af fimm bótasviðum – netárás, gagnaleka, ábyrgð vegna gagnaleka, rekstrarstöðvun og auðkennisþjófnaði. Veiti hún aðgang að þjónustuaðilum hér á landi sem séu sérfræðingar í netöryggi. „Tryggingin bætir meðal annars kostnað við að endurreisa tölvukerfi og tölvugögn í kjölfar netárásar. Hún bætir þá rekstrarstöðvun sem verður í kjölfar netárásar og tekur jafnframt til kostnaðar ef gögn leka. Auk þess bætir hún kostnað sem kann að hljótast í kjölfar auðkennisþjófnaðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjálmari Sigurþórssyni, framkvæmdastjóra trygginga hjá TM, að forvörnum sé í mörgum tilfellum ábótavant. „Stærri fyrirtæki hafa haft aðgang að slíkum tryggingum í gegnum erlenda tryggingamarkaði. Við höfum því ákveðið að bjóða upp á þessar tryggingar fyrir þau fyrirtæki sem hefur ekki staðið slíkt til boða. Staðan er líka þannig að það eru ekki aðeins stór fyrirtæki sem lenda í netárásum heldur eru þær sífellt að verða algengari hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum. Aðferðarfræðin við þessa glæpi hefur breyst þannig að allir geta lent í árás. Ekki er lengur endilega skipulögð árás á tiltekin fyrirtæki, heldur hent út beitum á þúsundir netfanga og getur hvert okkar sem er lent í þeirri gildru og þar með hleypt tölvuþrjótum inn í kerfin,“ er haft eftir Hjálmari. Tryggingar Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að netglæpir verði sífellt algengari og að tryggingin standi saman af fimm bótasviðum – netárás, gagnaleka, ábyrgð vegna gagnaleka, rekstrarstöðvun og auðkennisþjófnaði. Veiti hún aðgang að þjónustuaðilum hér á landi sem séu sérfræðingar í netöryggi. „Tryggingin bætir meðal annars kostnað við að endurreisa tölvukerfi og tölvugögn í kjölfar netárásar. Hún bætir þá rekstrarstöðvun sem verður í kjölfar netárásar og tekur jafnframt til kostnaðar ef gögn leka. Auk þess bætir hún kostnað sem kann að hljótast í kjölfar auðkennisþjófnaðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjálmari Sigurþórssyni, framkvæmdastjóra trygginga hjá TM, að forvörnum sé í mörgum tilfellum ábótavant. „Stærri fyrirtæki hafa haft aðgang að slíkum tryggingum í gegnum erlenda tryggingamarkaði. Við höfum því ákveðið að bjóða upp á þessar tryggingar fyrir þau fyrirtæki sem hefur ekki staðið slíkt til boða. Staðan er líka þannig að það eru ekki aðeins stór fyrirtæki sem lenda í netárásum heldur eru þær sífellt að verða algengari hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum. Aðferðarfræðin við þessa glæpi hefur breyst þannig að allir geta lent í árás. Ekki er lengur endilega skipulögð árás á tiltekin fyrirtæki, heldur hent út beitum á þúsundir netfanga og getur hvert okkar sem er lent í þeirri gildru og þar með hleypt tölvuþrjótum inn í kerfin,“ er haft eftir Hjálmari.
Tryggingar Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira