Viðskipti innlent

Engar til­kynningar um hóp­upp­sagnir í septem­ber

Atli Ísleifsson skrifar
Í ágúst var tilkynnt um tvær hópuppsagnir þar sem 65 manns var sagt upp.
Í ágúst var tilkynnt um tvær hópuppsagnir þar sem 65 manns var sagt upp. Vísir/Vilhelm

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september.

Frá þessu segir á vef Vinnumálastofnunar. Stóru bankarnir þrír gripu allir til uppsagna í september, en engin flokkaðist þó sem hópuppsögn. Um miðjan september var tilkynnt að fækkað hafi verið um 24 í starfsliði Íslandsbanka. Landsbankinn sagði svo upp níu starfsmönnum og Arion banki sex.

Í ágúst var tilkynnt um tvær hópuppsagnir þar sem 65 manns var sagt upp. Tilkynning barst um eina hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. Þá misstu 62 starfið í tveimur hópuppsögnum í júní.

Samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar telst hópuppsögn til uppsagna á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti tíu starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21 til 99 í vinnu, minnst tíu prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100 til 299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.


Tengdar fréttir

Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum

Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×