Leikjavísir

Lögðu allt undir í úrslitaþætti Galið

Tinni Sveinsson skrifar
Ísleifur, Logi, Adam og Kristall.
Ísleifur, Logi, Adam og Kristall. Albumm

Ísleifur Eldur, Logi Snær Stefánsson, Kristall Máni Ingason og Adam Ægir Pálsson keppa í FIFA 21 í leikjaþættinum Galið. Þátturinn er gerður af Albumm og kemur út hér á Vísi.

Þetta er úrslitaþátturinn af Galið en þessi tvö lið eru búin að leggja fjölda leikmanna á leið sinni í úrslitin.

Sigurvegararnir fá Playstation 5 tölvu frá Senu í verðlaun og er ljóst að bæði lið taka FIFA leikinn mjög alvarlega. Viðureignin er sérstök að því leytinu að bæði lið velja sér heimsmeistara Frakka en þá er að minnsta kosti á hreinu að keppt er á jafningjagrundvelli.

Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Galið - Ísleifur og Logi vs. Kristall Máni og Adam

Framleiðslufyrirtækið AlbummTV og vefmiðillinn Albumm.is framleiða þessa nýju leikjaþætti í samstarfi við SnorriBros, Vísi og Stöð 2 Esport. Þættirnir voru teknir upp á veitingastaðnum Le Kock í Hafnarstræti.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.