Viðskipti innlent

Ráðin í teymi eigna­stýringar Fossa markaða

Atli Ísleifsson skrifar
Þorlákur Runólfsson og Aníta Rut Hilmarsdóttir.
Þorlákur Runólfsson og Aníta Rut Hilmarsdóttir. Fossar/Aldís Páls

Aníta Rut Hilmarsdóttir og Þorlák Runólfsson hafa verið ráðin í teymi eignastýringar Fossa markaða.

Í tilkynningu segir að bæði komi þau til starfa í dag, á sama tíma og eignastýring Fossa flytur í nýtt húsnæði félagsins í Næpunni, á Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. Næpan sé sögufræg bygging, steinsnar frá höfuðstöðvum Fossa við Fríkirkjuveg.

„Aníta Rut Hilmarsdóttir kemur til Fossa frá markaðsviðskiptum Arion banka þar sem hún starfaði frá árinu 2019. Áður starfaði Aníta í eignastýringu fagfjárfesta Arion banka frá 2016 til 2019.

Hún er einnig meðal stofnenda Fortuna Invest, vettvangs á Instagram sem veitir fræðslu um fjárfestingar. Aníta er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Þorlákur Runólfsson hefur áralanga reynslu af störfum á fjármálamörkuðum og víðtæka reynslu af eignastýringu. Hann starfaði í Landsbankanum við lánshæfismat og rekstur framtakssjóða á árunum 1999-2001 og síðar á eignastýringarsviði Kaupþings til ársins 2009. Þar gegndi hann meðal annars stöðu forstöðumanns einkabankaþjónustu. Þá starfaði Þorlákur við eignastýringu í Lúxemborg á árunum 2009 til 2015.

Þorlákur er með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×