Lemgo komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur á Val Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:31 Lemgo er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Martin Rose/Getty Images Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sex marka sigur á Val ytra í kvöld, lokatölur 27-21. Bjarki Már lék ekki með Lemgo í kvöld vegna meiðsla. Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59
Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57
Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01
Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26