Atvinnulíf

Svona hefur veðrið áhrif á vinnugleðina þína

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Rigning, slydda, snjókoma og myrkur á það til að draga úr afkastagetunni okkar.
Rigning, slydda, snjókoma og myrkur á það til að draga úr afkastagetunni okkar. Vísir/Getty

Það þekkja eflaust fáar þjóðir jafn miklar veðursveiflur og Íslendingar. Rok, rigning, snjókoma, skafrenningur. Jafnvel allt á sama degi. Allt hefur þetta áhrif á það hvernig okkur tekst við í vinnunni. Líka þeir dagar þar sem sólin skín og hitamet eru slegin en við föst innanhús að vinna. Til fimm.

Veður hefur hins vegar mismunandi áhrif á okkur við vinnu. Það er til dæmis öðruvísi að vinna í grenjandi rigningu en í sól.

Við skullum rýna í nokkrar kenningar.

1, Rigning (eða snjókoma, slydda)

Algengustu áhrif rigningar á starfsfólk er smá leti.

Eða í það minnsta að rigningin dragi aðeins úr afköstum eða framtaksemi starfsfólks. Við erum hreinlega bara ekki eins vel upplögð. Finnum minni kraft.

Ef rigning, snjókoma eða slydda lemur á gluggana allan daginn erum við fyrst og fremst við hugann við að klára vinnudaginn og koma okkur heim.

Stjórnendum er bent á að á þessum dögum geti verið upplagt að koma með eitthvað sem peppar hópinn aðeins upp. Þó ekki sé nema smá vínarbrauð með kaffinu.

Það sama á við um fólk í fjarvinnu. Á þessum dögum getur verið ágætt að leyfa sér eitthvað sætt eða til upplyftingar.

2. Sólardagarnir okkar

Við gerum okkur öll vonir um að þessir dagar komi helst upp þegar að við erum í sumarfríi og þar sem við erum í sumarfríi hverju sinni.

En það er alltaf einhver óheppinn og þarf að vinna á þessum örfáu heitustu dögum sem sum sumur láta sjá sig.

Sólardagar eru almennt sagðir hafa ólík áhrif á vinnu fólks. Sumir verða ofurhressir, bretta upp ermar og finnst bara gaman. Á meðan öðrum finnst hitinn truflandi, langar út og nenna síst af öllu að gera eitthvað.

Hér er mælt með því að fókusera á gleðina. Leyfa okkur smá grín og glens á meðan sólin skín. 

3. Kaldir og dimmir vetrardagar

Á köldum og dimmum vetrardögum vöknum við í myrkri og förum heim í myrkri. Dagsbirtan rétt lætur sjá sig í nokkrar stundir og sumir vinna á þannig vinnustöðum að þeir sjá ekki einu sinni birtunni bregða fyrir allan liðslangan daginn.

Myrkur er sagt draga úr afkastagetu fólks. Sem þýðir að á þessum dögum erum við í raun aðeins að ná fullum afköstum á vinnustöðum í þá örfáu tíma sem dagsbirtan er. 

Víða erlendis, til dæmis í Kanada, eru búsetusvæði þar sem birtan er lengur á morgnana en við þekkjum en síðan dimmir hratt síðdegis. Á þessum stöðum er mælt með því að bjóða fólki einhvern sveigjanleika. Til dæmis að mæta fyrr og fara heim fyrr.

Á Íslandi er þetta erfiðara því yfir dimmustu mánuðina erum við aðeins að ná um fjórum til fimm tímum í birtu.

Sem dæmi má nefna mælist dagsbirtan um átta klukkustundir í upphafi nóvember en rétt um fimm klukkustundir í lok nóvember.

Það sem fvinnustaðir gætu hins vegar gert yfir þessar vikur er að draga fram jólaljósin jafnvel fyrr fram en ella, eða kveikja á kertum og hafa það svolítið kósý í fjarvinnunni.

Þegar myrkrið skellur á er um að gera að hafa það svolítið kósý, hvort sem er á vinnustaðnum eða í fjarvinnunni.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni

Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.