Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:49 Vísir/Getty Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu! Góðu ráðin Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu!
Góðu ráðin Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf