Atvinnulíf

Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Vísir/Getty

Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu.

En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“?

Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi:

Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það.

Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“

Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild.

Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk.

Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp.

Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: 

Ekki gleyma því að bjóða góðan daginn þegar þú mætir til vinnu!

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.