Viðskipti innlent

Róbert setur hótelið og aðrar eignir tengdar ferða­þjónustu á Sigló á sölu

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.
Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár. Vísir/Egill

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að setja allar eignir sínar tengdar ferðaþjónustunni í bænum á sölu.

Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum í dag, en Róbert hefur á liðnum árum staðið í mikilli uppbyggingu í bænum og reist þar stórt hótel. Þá á hann gistiheimili í bænum og þrjá veitingastaði.

Auk þessa hefur Róbert byggt upp líftæknifyrirtækið Genís sem er með verksmiðju í bænum og í samtali við blaðið segir hann að nú sé tímabært að hann einbeiti sér að Genís.

Því hafi hann ákveðið að athuga hvort aðrir séu tilbúnir til að koma að fjármögnun á frekari uppbyggingu ferðaþjónustunnar eða kaupa hana í heild sinni.

Einingarnar sem um ræðir eru Sigló Hótel, Gistihúsið Hvanneyri og veitingastaðirnir Hannes Boy, Rauðka og Sunna, sem er veitingastaður hótelsins.

Fréttastofa ræddi við Róbert fyrr í mánuðinum þar sem hann sagði tækifærin í bænum mikil og að stefnt væri að frekari uppbyggingu í bænum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,15
27
210.559
ICEAIR
2,55
149
809.462
VIS
1,9
23
594.243
EIK
1,64
1
150
SJOVA
1,02
9
31.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,87
115
1.035.540
SIMINN
-1,65
14
253.757
REGINN
-0,68
2
11.760
ICESEA
-0,63
5
14.457
SVN
-0,45
21
103.623
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.