Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum í dag, en Róbert hefur á liðnum árum staðið í mikilli uppbyggingu í bænum og reist þar stórt hótel. Þá á hann gistiheimili í bænum og þrjá veitingastaði.
Auk þessa hefur Róbert byggt upp líftæknifyrirtækið Genís sem er með verksmiðju í bænum og í samtali við blaðið segir hann að nú sé tímabært að hann einbeiti sér að Genís.
Því hafi hann ákveðið að athuga hvort aðrir séu tilbúnir til að koma að fjármögnun á frekari uppbyggingu ferðaþjónustunnar eða kaupa hana í heild sinni.
Einingarnar sem um ræðir eru Sigló Hótel, Gistihúsið Hvanneyri og veitingastaðirnir Hannes Boy, Rauðka og Sunna, sem er veitingastaður hótelsins.
Fréttastofa ræddi við Róbert fyrr í mánuðinum þar sem hann sagði tækifærin í bænum mikil og að stefnt væri að frekari uppbyggingu í bænum.