Viðskipti innlent

Play tekur á móti nýrri far­þega­þotu í næstu viku

Eiður Þór Árnason skrifar
Brátt verður nýja vélin komin í liti Play. 
Brátt verður nýja vélin komin í liti Play.  Samsett

Flugfélagið Play mun taka á móti þriðju Airbus A321neo farþegaþotu sinni í næstu viku. Þessa daganna er unnið að því að klára undirbúning áður en flugvélin kemur til Íslands og reikna stjórnendur með að taka hana til notkunar snemma í ágúst.

Þetta kemur fram í færslu Birgis Jónssonar, forstjóra Play, á samfélagsmiðlinum Linkedin. Rúmur mánuður er liðinn frá jómfrúarflugi Play en félagið flaug í fyrsta sinn til Stansted-flugvallar í Lundúnum þann 24. júní. 

Birgir sagði við það tilefni að til stæði að byggja rekstur félagsins upp rólega en stefnt væri að því að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Flotinn samanstendur nú einungis af A321neo farþegaþotum og hyggst félagið fjölga þeim í sex næsta vor.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×