Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 14. september 2021 12:39 Hlutabréfaeign Stoða í Arion, sem jafngildir tæplega fimm prósenta hlut í bankanum, hækkaði í virði um liðlega fimm milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Vísir/eyþór Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut. Kauphöllin Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut.
Kauphöllin Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur