Viðskipti innlent

Þór­ey ráðin sem fram­kvæmda­stjóri rann­sókna- og þróunar­sviðs hjá Flor­ealis

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórey Haraldsdóttir, nýr framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðshjá Florealis.
Þórey Haraldsdóttir, nýr framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðshjá Florealis. Aðsend

Þórey Haraldsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs íslenska lyfjafyrirtækisins Florealis. Þórey er lyfjafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu sem stjórnandi í lyfjaiðnaðinum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Florealis. Þórey hefur starfað áður sem stjórnandi á þróunarsviði Alvotech og hjá Actavis Group, en þar leiddi hún meðal annars uppbyggingu á rannsóknarsetri fyrirtækisins á Indlandi. 

„Framundan eru skemmtilegir tímar og fjöldi tækifæra, bæði hvað varðar vöruframboð Florealis og frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Ég er mjög spennt að fá að taka þátt í þessu áhugaverða verkefni með því frábæra fólki sem þar starfar. Það er líka mjög gefandi að vinna í umhverfi sem miðar fyrst og fremst að því að stuðla að heilbrigði og bættum lífsgæðum fólks“, segir Þórey í tilkynningunni. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.