Viðskipti innlent

Falur á 770 milljónir: Gamli sendi­herra­bú­staðurinn hús vikunnar hjá Was­hington Post

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Húsið er hið glæsilegasta.
Húsið er hið glæsilegasta. Mynd/Xavier Aristu

Gamli sendiherrabústaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er hús vikunnar á fasteignavef Washington Post. Bústaðurinn er falur fyrir rétt tæpar sex milljónir dollara, eða um 770 milljónir króna.

Lengi hefur staðið til að selja ráðherrabústaðinn, sem staðsettur er í vinsælu hverfi Washington. Í mars á þessu ári greindi RÚV frá því að búið væri að samþykkja kauptilboð íslenskra yfirvalda í nýjan sendiherrabústað í Washington fyrir 4,7 milljónir dollara, um 616 milljónir króna.

Í frétt RÚV sagði að gamli bústaðurinn væri kominn til ára sinna og brýn þörf væri á viðhaldi.

Í frétt Washington Post má einnig sjá ýmsar myndir innan úr húsinu, sem er hið glæsilegasta. Húsið er staðsett við Kalorama Road í Washington og vakti það töluverða athygli hér á landi þegar Barack Obama og eiginkona hans Michelle fluttu inn í hús við götuna eftir að forsetatíð Baracks lauk. Varð hann þar með nágranni íslenska sendiherrans.

Í frétt Washington Post er farið yfir sögu hússins, sem byggt var árið 1927. Þar kemur meðal annars fram að íslenska ríkið hafi keypt húsið árið 1966 fyrir 195 þúsund dollara sem samkvæmt lauslegri athugun fréttastofu eru ígildi 1,6 milljóna dollara í dag, um 200 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað

Utanríkisráðuneytið seldi sendiherrabústaðinn í New York árið 2009 vegna niðurskurðar og hefur verið á leigumarkaði síðan. Gamli bústaðurinn var seldur á 470 milljónir en leigan í fyrra nam 1,8 milljónum á mánuði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.