Lengi hefur staðið til að selja ráðherrabústaðinn, sem staðsettur er í vinsælu hverfi Washington. Í mars á þessu ári greindi RÚV frá því að búið væri að samþykkja kauptilboð íslenskra yfirvalda í nýjan sendiherrabústað í Washington fyrir 4,7 milljónir dollara, um 616 milljónir króna.
Í frétt RÚV sagði að gamli bústaðurinn væri kominn til ára sinna og brýn þörf væri á viðhaldi.
Í frétt Washington Post má einnig sjá ýmsar myndir innan úr húsinu, sem er hið glæsilegasta. Húsið er staðsett við Kalorama Road í Washington og vakti það töluverða athygli hér á landi þegar Barack Obama og eiginkona hans Michelle fluttu inn í hús við götuna eftir að forsetatíð Baracks lauk. Varð hann þar með nágranni íslenska sendiherrans.
Í frétt Washington Post er farið yfir sögu hússins, sem byggt var árið 1927. Þar kemur meðal annars fram að íslenska ríkið hafi keypt húsið árið 1966 fyrir 195 þúsund dollara sem samkvæmt lauslegri athugun fréttastofu eru ígildi 1,6 milljóna dollara í dag, um 200 milljónir króna.