Viðskipti innlent

Senda skýr skila­boð til næstu ríkis­stjórnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja sjá lægri skatta og einfaldara regluverk. 
Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja sjá lægri skatta og einfaldara regluverk.  SI

Stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja telja mikilvægast að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja. Einnig er mikið ákall eftir að skilvirkni verði aukin í framkvæmd eftirlits opinberra aðila.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) meðal stjórnenda iðnfyrirtækja.

Tæplega 98% svarenda segja að stöðugt starfsumhverfi skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra fyrirtækja. Ríflega 94% segja að stöðugt verðlag skipti miklu máli, 92% stöðugleiki á vinnumarkaði, 91% stöðugt gengi krónunnar og 91% stöðugt laga- og reglugerðarumhverfi.

Kalla eftir lækkun tryggingagjalds

Ríflega 98% stjórnenda iðnfyrirtækja segja að næsta ríkisstjórn eigi að leggja mikla áherslu á stöðugleika í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.

Greint er frá niðurstöðunum á vef SI en könnunin var gerð á meðal stjórnenda aðildarfyrirtækja samtakanna dagana 19. til 31. ágúst. Byggja niðurstöðurnar á svörum 210 stjórnenda.

Í svörunum kemur fram mikil áhersla á aukna hagkvæmni í starfsumhverfi fyrirtækja en stjórnendurnir segja að lækkun skatta og gjalda skipti miklu fyrir rekstur þeirra. Þar segja 89% það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn lækki tryggingagjald og 70% fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

Vilja innleiða rafræna stjórnsýslu

Aðspurðir um hvað skipti máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á segja tæplega 83% svarenda að miklu máli skipti að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja, ríflega 73% auka skilvirkni í framkvæmd eftirlits opinberra aðila og 69% að auka innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. 

Þessu til viðbótar segja 47% mikilvægt fyrir rekstur þeirra fyrirtækja að dregið sé úr samkeppnisrekstri opinberra aðila en ekki nema 17% segja að það skipti litlu máli.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.