Viðskipti innlent

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Arion banka

Eiður Þór Árnason skrifar
Ólafur Hrafn Höskuldsson og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir.
Ólafur Hrafn Höskuldsson og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir. Arion banki

Ólafur Hrafn Höskuldsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og tekur við af Stefáni Péturssyni. Steinunn Hlíf Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina en um er að ræða nýtt svið hjá bankanum.

Undir sviðið falla meðal annars markaðsmál og viðskiptaumsjón en með tilkomu þess fjölgar um einn í framkvæmdastjórn bankans.

„Hlutverk sviðsins er að tryggja að upplifun viðskiptavina af þjónustu og þjónustuleiðum bankans, allt frá markaðssetningu til frágangs viðskipta, verði sem allra best,“ segir í tilkynningu frá Arion banka. Er stofnun sviðsins einnig sagður liður í auknu samstarfi Arion banka og Varðar en tryggingafélagið hefur verið í eigu bankans frá árinu 2016.

Sinnir áfram ráðgjafaverkefnum

Stefán Pétursson hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2010. Stefán mun láta af störfum á næstu dögum en sinna áfram ráðgjafarverkefnum fyrir bankann, að því er fram kemur í tilkynningu.

Steinunn Hlíf hefur hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Verði frá árinu 2008. Hún starfaði hjá Kaupþingi/KB banka á árunum 1999 til 2005 og gegndi þar meðal annars starfi markaðsstjóra. Steinunn starfaði einnig sem markaðsstjóri Sjóvár og forstöðumaður á sölu- og markaðssviði Landsbankans áður en hún hóf störf hjá Verði. Steinunn er með BA-gráðu í viðskiptafræði frá Flagler College.

Ólafur starfaði hjá Royal Bank of Scotland um sex ára skeið í London og New York en tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Títan fjárfestingafélagi árið 2016, sem hann sinnti til ársins 2019. Þar áður vann hann meðal annars hjá CreditInfo í Þýskalandi og Straumi fjárfestingabanka. Ólafur Hrafn situr í stjórn Varðar og Landeyjar og er með Cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,52
79
384.415
ORIGO
2,29
14
648.665
ICEAIR
2,21
51
253.278
VIS
1,87
5
8.511
MAREL
1,48
25
35.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,71
2
46
SVN
-0,22
12
10.908
HAGA
0
3
35.995
SJOVA
0
4
22.478
BRIM
0
5
834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.