Viðskipti innlent

Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay

Árni Sæberg skrifar
SaltPay er til húsa í Katrínartúni 4.
SaltPay er til húsa í Katrínartúni 4. Íþaka

Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Mikil vandræði hafa verið á greiðslukerfi SaltPay í kvöld sem hafa valdið því að greiðslur komast ekki í gegn. Fyrirtækið þjónustar mikinn fjölda fyrirtækja og því hefur árásin haft áhrif á marga. Andrés Jónsson samskiptafulltrúi SaltPay segir kerfi fyrirtækisins vera komið í eðlilegt horf.

Í tilkynningunni segir að um sé ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem þýðir að netkerfi fyrirtækisins fær tímabundið yfir sig gríðarlegan fjölda beiðna úr mörgum ólíkum áttum.

SaltPay segir árásina þegar hafa verið tilkynnta CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,76
12
188.387
SJOVA
1,07
12
215.193
MAREL
0,96
36
750.138
SYN
0,76
3
20.834
SKEL
0,32
7
115.257

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
10
152.594
ARION
-1,08
23
567.811
LEQ
-0,89
3
13.669
SIMINN
-0,8
11
143.448
KVIKA
-0,79
21
322.921
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.