Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2021 17:52 Árshlutareikningur Sýnar var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Sýn Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira