Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 11:40 Birgir Jónsson forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. Morgunblaðið greinir frá því í dag að áhöfnum Play hefði verið boðið að taka á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli, gegn því að fá fastráðningu í vetur. Birgir Jónsson forstjóri félagsins segir aðeins um tillögu að ræða. Fastráðnu starfsfólki væri í sjálfsvald sett hvort það vildi lækka í starfshlutfalli svo hægt væri að dreifa vinnunni á fleira starfsfólk en samningar þess rynnu annars út í haust. „Hvort það sé leið til þess að raunverulega tryggja fleirum vinnu í vetur, með því að leita eftir sjálfboðaliðum af þeim sem eru fastráðnir eða í fullu starfi um að minnka starfshlutfallið sitt svo að vinnan sem við sjáum fyrir okkur í vetur dreifist á fleiri hausa,“ segir Birgir. Fólkið sem fer í haust verði fyrst inn í vor Útlit sé fyrir að umsvif Play aukist næsta vor, þegar félagið byrji flug til Bandaríkjanna. Það starfsfólk sem ekki fengi vinnu í vetur yrði þá fyrst inn. „Við í raun og veru köstum þessu fram sem umræðupunkti og það hafa bara margir tekið jákvætt í þetta, enda hentar þetta fólki misvel. Það er engin skylda að gera þetta, en sumir eru í skóla eða jafnvel í annarri vinnu, því það lá alltaf fyrir að vinnan hjá okkur fyrstu mánuðina yrði frekar lítil, því við erum að hefja starfsemi í miðjum veirufaraldri.“ Birgir segir tillöguna og viðbrögðin til marks um góðan starfsanda hjá fyrirtækinu og leggur áherslu á að ekki sé um afarkosti að ræða og starfshlutfall fastráðinna starfsmanna verði ekki skert að fyrra bragði. Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Már Ottesen, varaformaður Íslenska flugstéttafélagsins, að málið væri til skoðunar hjá félaginu og lagði áherslu á að úrræðið ætti að vera valfrjálst. Félagið stæði með sínum félagsmönnum og gerði kröfu um að staðið væri við gerða kjarasamninga. Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því í dag að áhöfnum Play hefði verið boðið að taka á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli, gegn því að fá fastráðningu í vetur. Birgir Jónsson forstjóri félagsins segir aðeins um tillögu að ræða. Fastráðnu starfsfólki væri í sjálfsvald sett hvort það vildi lækka í starfshlutfalli svo hægt væri að dreifa vinnunni á fleira starfsfólk en samningar þess rynnu annars út í haust. „Hvort það sé leið til þess að raunverulega tryggja fleirum vinnu í vetur, með því að leita eftir sjálfboðaliðum af þeim sem eru fastráðnir eða í fullu starfi um að minnka starfshlutfallið sitt svo að vinnan sem við sjáum fyrir okkur í vetur dreifist á fleiri hausa,“ segir Birgir. Fólkið sem fer í haust verði fyrst inn í vor Útlit sé fyrir að umsvif Play aukist næsta vor, þegar félagið byrji flug til Bandaríkjanna. Það starfsfólk sem ekki fengi vinnu í vetur yrði þá fyrst inn. „Við í raun og veru köstum þessu fram sem umræðupunkti og það hafa bara margir tekið jákvætt í þetta, enda hentar þetta fólki misvel. Það er engin skylda að gera þetta, en sumir eru í skóla eða jafnvel í annarri vinnu, því það lá alltaf fyrir að vinnan hjá okkur fyrstu mánuðina yrði frekar lítil, því við erum að hefja starfsemi í miðjum veirufaraldri.“ Birgir segir tillöguna og viðbrögðin til marks um góðan starfsanda hjá fyrirtækinu og leggur áherslu á að ekki sé um afarkosti að ræða og starfshlutfall fastráðinna starfsmanna verði ekki skert að fyrra bragði. Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Már Ottesen, varaformaður Íslenska flugstéttafélagsins, að málið væri til skoðunar hjá félaginu og lagði áherslu á að úrræðið ætti að vera valfrjálst. Félagið stæði með sínum félagsmönnum og gerði kröfu um að staðið væri við gerða kjarasamninga.
Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira