Hafa skilað inn umsókn um Bandaríkjaflug: „Mikið regluverk og þarf að plana vel“ Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 13:44 Birgir Jónsson er forstjóri Play og segir að litið sé til áfangastaða á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur skilað inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Bandaríski fjölmiðillinn airinsight segir frá þessu og að stefnt sé að því að hefja flugið næsta sumar. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi áður gefið það út að hefja flug milli Norður-Ameríku og Íslands og að gögnum hafi verið skilað inn fyrir helgi. „Þetta var partur af okkar skráningu á markað og við stefnum á að geta hafi flug næsta vor. Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Mikið regluverk og þarf að plana vel.“ Birgir segir að þetta þurfi nú að hafa sinn gang þar sem bandarísk flugmálayfirvöld munu nú svara félaginu. „Það hafa margir hér staðið í þessu áður hjá WOW. Það þarf að undirbúa þetta vel, enda stórt mál.“ Halda spilunum þétt að sér Birgir segist vona að hægt verði að hefja á sölu á miðum í flug til Bandaríkjanna fyrir áramót, en að áætlunarflug vestur hefist svo næsta vor. Hann vill þó lítið gefa uppi um áfangastaði, en að sjálfsögðu sé litið til stærstu borganna, svo sem New York, Boston og Washington DC. Félagið ætli þó að halda spilunum þétt að sér og verði áfangastaðir flugfélagsins kynntir síðar. Birgir segir þó að einungis sé litið til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada, ekki áfangastaða á Kyrrahafsströndinni. „Við lítum til austurstrandarinnar til að halda vélunum í þessari „24 tíma lúppu“ og tryggja þannig betri nýtni á vélunum. Reynslan sýnir að flug til vesturstrandarinnar auki á flækjustig hvað nýtni vélanna varðar.“ Flugvélafloti Play telur nú þrjár A321neo vélar, og er von á þremur til viðbótar á næsta ári. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Bandaríski fjölmiðillinn airinsight segir frá þessu og að stefnt sé að því að hefja flugið næsta sumar. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi áður gefið það út að hefja flug milli Norður-Ameríku og Íslands og að gögnum hafi verið skilað inn fyrir helgi. „Þetta var partur af okkar skráningu á markað og við stefnum á að geta hafi flug næsta vor. Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Mikið regluverk og þarf að plana vel.“ Birgir segir að þetta þurfi nú að hafa sinn gang þar sem bandarísk flugmálayfirvöld munu nú svara félaginu. „Það hafa margir hér staðið í þessu áður hjá WOW. Það þarf að undirbúa þetta vel, enda stórt mál.“ Halda spilunum þétt að sér Birgir segist vona að hægt verði að hefja á sölu á miðum í flug til Bandaríkjanna fyrir áramót, en að áætlunarflug vestur hefist svo næsta vor. Hann vill þó lítið gefa uppi um áfangastaði, en að sjálfsögðu sé litið til stærstu borganna, svo sem New York, Boston og Washington DC. Félagið ætli þó að halda spilunum þétt að sér og verði áfangastaðir flugfélagsins kynntir síðar. Birgir segir þó að einungis sé litið til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada, ekki áfangastaða á Kyrrahafsströndinni. „Við lítum til austurstrandarinnar til að halda vélunum í þessari „24 tíma lúppu“ og tryggja þannig betri nýtni á vélunum. Reynslan sýnir að flug til vesturstrandarinnar auki á flækjustig hvað nýtni vélanna varðar.“ Flugvélafloti Play telur nú þrjár A321neo vélar, og er von á þremur til viðbótar á næsta ári.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02