Hafa skilað inn umsókn um Bandaríkjaflug: „Mikið regluverk og þarf að plana vel“ Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 13:44 Birgir Jónsson er forstjóri Play og segir að litið sé til áfangastaða á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur skilað inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Bandaríski fjölmiðillinn airinsight segir frá þessu og að stefnt sé að því að hefja flugið næsta sumar. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi áður gefið það út að hefja flug milli Norður-Ameríku og Íslands og að gögnum hafi verið skilað inn fyrir helgi. „Þetta var partur af okkar skráningu á markað og við stefnum á að geta hafi flug næsta vor. Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Mikið regluverk og þarf að plana vel.“ Birgir segir að þetta þurfi nú að hafa sinn gang þar sem bandarísk flugmálayfirvöld munu nú svara félaginu. „Það hafa margir hér staðið í þessu áður hjá WOW. Það þarf að undirbúa þetta vel, enda stórt mál.“ Halda spilunum þétt að sér Birgir segist vona að hægt verði að hefja á sölu á miðum í flug til Bandaríkjanna fyrir áramót, en að áætlunarflug vestur hefist svo næsta vor. Hann vill þó lítið gefa uppi um áfangastaði, en að sjálfsögðu sé litið til stærstu borganna, svo sem New York, Boston og Washington DC. Félagið ætli þó að halda spilunum þétt að sér og verði áfangastaðir flugfélagsins kynntir síðar. Birgir segir þó að einungis sé litið til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada, ekki áfangastaða á Kyrrahafsströndinni. „Við lítum til austurstrandarinnar til að halda vélunum í þessari „24 tíma lúppu“ og tryggja þannig betri nýtni á vélunum. Reynslan sýnir að flug til vesturstrandarinnar auki á flækjustig hvað nýtni vélanna varðar.“ Flugvélafloti Play telur nú þrjár A321neo vélar, og er von á þremur til viðbótar á næsta ári. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Bandaríski fjölmiðillinn airinsight segir frá þessu og að stefnt sé að því að hefja flugið næsta sumar. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi áður gefið það út að hefja flug milli Norður-Ameríku og Íslands og að gögnum hafi verið skilað inn fyrir helgi. „Þetta var partur af okkar skráningu á markað og við stefnum á að geta hafi flug næsta vor. Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Mikið regluverk og þarf að plana vel.“ Birgir segir að þetta þurfi nú að hafa sinn gang þar sem bandarísk flugmálayfirvöld munu nú svara félaginu. „Það hafa margir hér staðið í þessu áður hjá WOW. Það þarf að undirbúa þetta vel, enda stórt mál.“ Halda spilunum þétt að sér Birgir segist vona að hægt verði að hefja á sölu á miðum í flug til Bandaríkjanna fyrir áramót, en að áætlunarflug vestur hefist svo næsta vor. Hann vill þó lítið gefa uppi um áfangastaði, en að sjálfsögðu sé litið til stærstu borganna, svo sem New York, Boston og Washington DC. Félagið ætli þó að halda spilunum þétt að sér og verði áfangastaðir flugfélagsins kynntir síðar. Birgir segir þó að einungis sé litið til austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada, ekki áfangastaða á Kyrrahafsströndinni. „Við lítum til austurstrandarinnar til að halda vélunum í þessari „24 tíma lúppu“ og tryggja þannig betri nýtni á vélunum. Reynslan sýnir að flug til vesturstrandarinnar auki á flækjustig hvað nýtni vélanna varðar.“ Flugvélafloti Play telur nú þrjár A321neo vélar, og er von á þremur til viðbótar á næsta ári.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02