Viðskipti innlent

Fimm milljarða hagnaður á hálfu ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjóvá hagnaðist um rúmlega fimm milljarða.
Sjóvá hagnaðist um rúmlega fimm milljarða. Vísir/Hanna

Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 5,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. þar af um 3,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir fjárhagslegan styrk félagsins hafa aukist umtalsvert.

Í tilkynningu til kauphallar segir að hagnaður af vátryggingastarfsemi hafi verið 1,1 milljarður fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi var hins vegar 4,4 milljarðar á sama tímabili.

Rekstur félagsins hefur því gengið vel það sem af er ári, og töluvert betur en á síðasta ári þegar hagnaður félagsins á sama tímabili nam tæplega 1,1 milljarði.

Haft er eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að hagnaðinn á fyrstu sex mánuðum ársins sé að stórum hluta tilkominn vegna góðrar ávöxtunar á eignasafni félagsins, sem nam tíu prósentum á tímabilinu.

„Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur aukist umtalsvert í ljósi góðrar rekstrarafkomu auk þess sem varfærnihefur verið gætt við ákvörðun arðs,“ er haft eftir Hermanni í tilkynningunni þar sem jafn framt kemur fram að óskað hafi verið eftir heimild frá Seðlabanka Íslands til þess að lækka hlutafé félagsins um 2,5 milljarða.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.