Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf. Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf.
Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira