Körfubolti

Stal tíu boltum í sigri á Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jana Falsdóttir stal boltanum hvað eftir annað af dönsku stelpunum.
Jana Falsdóttir stal boltanum hvað eftir annað af dönsku stelpunum. Skjámynd/Youtube/Karfan

Íslenska sextán ára landslið kvenna í körfubolta vann tíu stiga sigur á Dönum, 58-48, á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi.

Það er óhætt að segja að varnarleikur íslensku stelpnanna hafi gert Dönum lífið erfitt í þessum leik. Íslensku stelpurnar stálu nefnilega 20 boltum af Dönum og það skilaði íslenska liðinu 30 stig.

Keflvíkingurinn Jana Falsdóttir var einstaklega dugleg að stela boltunum af Dönum en hún stal alls tíu boltum auk þess að vera stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.

Heiður Karlsdóttir úr Skallagrími var með 11 stig og þá skoraði Njarðvíkingurinn Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 9 stig.

Þetta var annar sigur íslensku stelpnanna í röð því þær unnu Norðmenn 60-49 daginn áður eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Þá var Jana með 11 stig og 4 stolna bolta og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir úr Þór Þorlákshöfn skoraði þá 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×