Viðskipti innlent

Amazon fær risasekt frá Lúxemborg

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Amazon er fyrirferðarmikið á ýmsum sviðum.
Amazon er fyrirferðarmikið á ýmsum sviðum. Getty/Rolf Vennenbernd

Bandaríski netverslunarrisin Amazon þarf að greiða alls 886 milljónir dollara í sekt, um 107 milljarða króna, vegna brota á evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Amazon neitar alfarið sök.

Gagnaverndarstofnun Lúxemborgar gaf út sektina en stofnunin segir að söfnun Amazon á persónuupplýsingum samrýmist ekki evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju brot Amazon felst að því er fram kemur í frétt BBC. Fréttariti miðilsins nefnir þó að brotið hljóti að vera alvarlegt, sé tekið mið af upphæð sektarinnar.

Persónuverndarlöggjöfin gerir það meðal annars að verkum að fyrirtæki þurfa að sækja heimild viðskiptavina og notenda þjónustu þeirra til þess að vinna með persónuupplýsingar, ella standa þau frammi fyrir hárri sekt, líkt og nú er raunin í tilviki Amazon.

Talsmaður Amazon segir að sektin sé tilefnislaus með öllu og að fyrirtækið leggi mikið upp úr því að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Það standi til að áfrýja niðurstöðu stofnunarinnar.


Tengdar fréttir

Höfða enn eitt málið gegn Google og að þessu sinni vegna Google Play

Ríkissaksóknarar 36 ríkja Bandaríkjanna, auk saksóknara Washington DC, hafa tekið höndum saman og höfðað samkeppnismál gegn Google. Þeir saka fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög varðandi Google Play, þar sem fólk sækir hin ýmsu forrit í síma sína og önnur tæki.

Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon

Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.